Nú er 4. dagur upprunninn í 5. flokk Vatnaskógar 2010. Drengirnir una sér vel þótt bátar hafi verið teknir úr umferð vegna veðurs í bili.
Dagskráin: Í dag verður farið í þrautabraut sem sett hefur verið upp og munu drengirnir (þeir sem vilja) reyna með sér í henni, þar sem meðal annars þarf að hlaupa upp "Sápulagaða plastbrekku" og róa á þurru landi ofl. Svínadalsdeildin (knattspyrnumót flokksins) verður einnig í gangi og er deildin nú langt komin og línur teknar að skýrast. Smíðaverkstæðið er alltaf vinsælt og eru mörg viðfangsefnin á þeim bæ. Spjótkast verður einnig á dagskrá en það ku vera vinsælasta frjálsíþróttagreinin. Áhugasamir mun eflaust horfa á fyrri leik dagsins á milli Brasilíu og Hollands sem sýndur er í íþróttahúsinu.
Maturinn: Í morgunmat var boðið uppá Cheerios og Corn Flex, í hádegismat voru ítalskar kjötbollur í sérlagðari sósu með salati og kartöfluduo (ekki slæmt það). Í kaffitímanum verður heimabakað brauð og kökur og í kvöldmat verða hinar sívinsælu SS pylsur.
Veðrið: Nú er sólin að farin að skína og vind að lægja 16°. Lítur vel út.
Myndir:
Hér eru nokkrar myndir en fleiri
MYNDIR HÉRNA.
Bestu kveðjur úr Vatnaskógi.
Ársæll forstöðumaður