Sunnudagur er runninn upp í Vatnaskógi, fagur og bjartur.

Dagskráin: Forkeppni biblíuspurningarkeppninnar var haldið eftir morgunmatinn og síðan Skógarmannaguðsþjónusta og síðan taka margvísleg viðfangsefni dagsins við. Áhugamenn um báta geta glaðst því nú er prýðilegt bátaveður og meðal annars tuðrudráttur þar sem menn sitja á lítilli "eldflaug" sem geysist um vatnið með einn til tvo á. Sjá myndir. Úrslitaleikur PUMA bikarsins fer fram og einn ein tilraunin til þess að koma drengjum í sturtu og heita potta verður einnig gerð í dag. Í kvöld fer fram stórleikur á milli foringja og úrvalsliðs drengjanna og eru foringjar farnir að skjálfa fyrir leikinn enda djúpt á hæfileikum þeirra til knattspyrnuiðkunar.

Maturinn: Í morgun var Vatnaskógarkakó og brauð, í hádegismat var ávaxtasúrmjólk og kökur og pizzasnúðar í kaffinu og síðan verður veisla í kvöldmat: Reykt villisvín að hætti Steinríks borið fram með brúnni rómverja-sósu, skógarlegri kartöflublöndu og salati.

Veðrið: Nánast logn hlýtt og sólarglæta inn á milli.

Myndir...
þær eru hér!