Vatnaskógi, mánudaginn 26. júlí 2010.
Í dag var heimferðardagur og jafnframt veisludagur. Vaknað var á sama tíma og venjulega og dagurinn var hefðbundinn framan af. Þema morgunstundar var eftirfylgd. Í hádeginu var pítsuveisla og gosdrykkir með. Í kaffinu var kleinuhringur og íspinni. Eftir kaffi var skundað í hátíðarsalinn í Gamla skála þar sem lokastund fór fram. Þar fór fram hugleiðing, afhending farandbikaranna, afhending bola og skírteina, lokalestur framhaldssögunnar og fullt af skemmtiatriðum. Rúturnar lögðu svo af stað rúmlega fimm.
Þar með er 8. flokki þessa sumars lokið. Hann gekk að mestu leyti mjög vel og strákarnir virtust vera mjög ánægðir þegar þeir fóru. Veður var mjög gott og það sem einkenndi það var hlýindi.
Fyrir hönd alls starfsfólks Vatnaskógar þakka ég fyrir samveru við þessu skemmtilegu drengi, bið þeim og aðstandendum þeirra Guðs blessunar með von um að við fáum að njóta samvista við þá aftur næsta sumar.
Kær kveðja,
Salvar Geir forstöðumaður (aka Captain Sly)
P.s.
Síðustu myndir úr flokknum eru nú komnar inn. Samtals eru 512 ljósmyndir úr 8. flokki.
Myndir frá deginum í dag má sjá hér:
http://kfum.is/gallery2/main.php?g2_itemId=118200