Enn á ný halda Skógarmenn KFUM Sæludaga. Tilefnið er halda eftirsóknarverða hátíð án allra vímuefna þar sem höfðað er til allra aldurshópa. Hátíðin er haldin í 20. skiptið en í fyrra sóttu rúmlega 1200 manns hátíðina.
Dagskráin verður fjölbreytt og spennandi og hin frábæra aðstaða í Vatnaskógi nýtt á skemmtilegan og fjölskylduvænan máta.
Verslun, matsala og glæsilegt kaffihús er á staðnum.
Við vatnið munu bátar af ýmsum gerðum standa öllum opnir, fjöldi vandaðra kassabíla verða á staðnum ásamt hoppkastala og fleiri leiktækjum.
Glæsilegur íþróttavöllur er í Vatnaskógi þar sem leikin verður knattspyrna og Sæludagaleikarnir fara fram. Á leikunum verða margvíslegar íþróttir við allra hæfi í boði.
Í íþróttahúsinu fara fram: Hæfileika- og söngvasýning, fjölskylduguðsþjónusta með léttu sniði, tónleikar með Lay Low, Pétri Ben og hljómsveitinn GIG og kvöldvökur
Margt verður í boði til að auðga andann. Í kapellunni verða bæna- og kyrrðarstundir.
Þá verða spennandi fræðslustundir í boði:
„Hvað þarf til að ná árangri – Hugarfar sigurvegarans“?
Umsjón: Sigurður Ragnar Eyjólfsson, A landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu.
„Í þjónustu Drottins á hjara veraldar“ Starfa meðal Tsemai manna í suður Eþíópíu:
Umsjón: Kristniboðssambandið
„Þegar söngurinn þagnar – að sjá og heyra hamfarirnar á Haíti“
Umsjón: Halldór Elías Guðmundsson
"KFUM og KFUK hlutverk og möguleikar"
Umsjón: Tómas Torfason formaður KFUM og KFUK á Íslandi.
NÁNARI UPPLÃSINGAR HÉR og
DAGSKRÁ SÆLUDAGA HÉR
Verð: 4.000 kr.
Dagsmiði: 2.000. kr.
Innifalið í verði er tjaldstæði og aðgangur að allri dagskrá! Ókeypis er fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
Forsala og nánari upplýsingar á skrifstofu KFUM og KFUK í síma 5888899, opið frá 9:00 til 17:00 og á
www.kfum.is