Um 700 manns voru mætt í gærkvöldi á Sæludaga í Vatnaskógi. Nú eru flest tjaldsvæðin full og stefnir í met gestafjölda. Búast má við enn fleira fólki á staðinn í dag.
Dagskrá Sæludaga hófst vel sóttri kvöldvöku í gærkvöldi. Á dagskrá hátíðarinnar í dag er m.a. vatnafjör, fjölskyldubingó, leitin að gáfuðustu fjölskyldunni, knattspyrna, og fræðslustundir.
Á fræðslustund sem kristniboðanir Helga Vilborg Sigurjónsdóttir og Kristján Þór Sverrisson segja frá starfi á meðal Tsemai manna í S – Eþíópu. Síðar í dag um Halldór Elías Guðmundsson segja frá upplifun sinni við hamfarirnar á Haiti.

Í kvöld verður Vatnaskógarkvöldvaka og tónleikar þar sem Pétur Ben og Lay Low koma fram ásamt hljómsveitinni GIG. Miðnæturdagskrá með hamónikkuleik og hljómsveitinni "Hvar er Mjallhvít" mun ljúka dagskrá þessa dags.