Í kaffinu í gær biðu okkar kanellengjur, jógúrtkökur og bananabrauð, en Dagbjartur á fimmta borði hafði hvatt starfsfólk eldhússins í að baka bananabrauð sem hann kunni uppskriftina að og við því var að sjálfsögðu orðið 😉
Fjölbreytt dagskrá beið síðan drengjanna, Vatnafjör og bátar, heitir pottar, smíðaverkstæð, frjálsar íþróttir (langstökk og spjótkast) og leiklistarleikir fleira.
Í kvöldmatnum var aspassúpa ásamt smurðu brauði og mjólk.
Fyrir kvöldvöku var boðið uppá hoppukastala, báta og enn meiri fótbolta.
Á kvöldvökunni var mikið fjör söngur, leikrit og stemmning, Árni Gunnar sagði síðan söguna um týnda sonin sem minnir okkur á náðarfaðm Guðs sem aldrei missir álit á okkur.

Í dag var biblíulestur í morgunsárið um Sköpunarverkið, endurvinnslu og mikilvægi þess að fara vel með það sem okkur er trúað fyrir. Fyrir hádegi kláraðist svo þythokkýmótið, keppt var í kassabílarallý og fleiru til.
Nú eru strákarnir að taka til sundföt og handklæði, enda stefnan tekin á gönguferð í tæpa klukkustund uppað hyl sem er nálægt Vatnaskógi og er einstakt svæði til að vaða og busla með góðri náttúrulegri rennibraut. Þar munum við jafnframt hafa áningarstað og borða miðdegiskaffið.

Því miður er enn vandamál með það að setja inn myndir, en það verður gert um leið og færi gefst á!

Hreiðar Örn yfirkokkur setti fram matseðil dagsins eins og honum er einum lagið og lýtur hann svona út:
Miðvikudagur 11. ágúst
Morgunfylling Hafragrautur, kleinuhringjafræ (Cheerios) og kornflex


Miðdegisfylling Kjúklingaleggir með sérkrydduðum kartöflubátum, heitri sósu ásamt kokteilsósu og brakandi fersku salati

Kaffimál Nýbakað hnossgæti – hvít skúffukaka með iðagrænu kremi, kókoskúlur og hveitibollur. Rennt niður með appelsínudjús.

Kvöldfylling Amerískir sérgrillaðir nautahakkskladdar (Hamborgarar að hætti þeirra kúreka í BNA)

Kvöldnæring Ávextir