Mikil stemmning var á veislukvöldinu í gær, drengirnir fengu viðurkenningar fyrir afrek flokksins, rúmlega þrefaldur skammtur var af leikjum og gríni og stemmningin í söngnum var engu lík.
Drengirnir voru afar glaðir með matinn og ekki skemmdi fyrir að fá Kjörís í kvöldkaffinu.
Enn er eitthvað ólag á myndunum en nú er það nettengingin sem er að stríða okkur, en við höfum verði duglegir að taka myndir af drengjunum sem vonandi er hægt að setja inn hið fyrsta, en kannski ekki fyrr en í komandi viku.

Flokkurinn hefur annars gengið að óskum, enginn stór óhöpp hafa komið upp og hegðan drengjanna yfirleitt verði til stakrar prýði, framtíð landsins er greinilega í góðum höndum 😉
Dagskráin hefur verið mjög fjölbreytt og nutum við einmuna veðurblíðu fyrstu daganna og nýttum okkur það í botn. Síðari hluta flokksins hefur verið stillt veður en stöku væta.

Í morgun var Skógarmannamessa þar sem mikið var sungið og prédikun dagsins var útfrá orðum Krists um að við ættum að vera ljós heimsins og góðverk okkar ættu að lýsa meðal mannanna. Fræðsla flokksins var dreginn saman og undirstrikað fyrir drengjunum að stærsta hlutverk okkar í samskiptum sé að ,,Gefa og fyrirgefa"
Drengirnir eru nú að pakka niður og starfsmenn að ganga um svæðið í leit að óskilamunum, í hádeginu býður okkar rjúkandi Pizza. Fram að kaffi verður boðið uppá kvikmyndasýningu og undirbúning fyrir hæfileikasýningu þeirra sem vilja láta ljós sitt skína, með teikningum, bröndurum, söng og tónlist.
Eftir nýbakað lokakaffið verður svo lokastund með söng, foriingjagríni, Sjónvarpi Lindarrjóðri með vidjómyndum úr flokknum. Klukkan 17:00 verður svo lagt af stað úr Skóginum og heimakoma áætluð um 18:00 í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Holtavegi 28.