Í þessari viku hefjast karla- og kvennafundir KFUM og KFUK (aðaldeildanna) í félagshúsinu á Holtavegi 28. Karlar og konur 18 ára og eldri eru boðin hjartanlega velkomin á fundina í vetur, sem verða með fjölbreyttu og skemmtilegu sniði. Á dagskrá fundanna í vetur eru ýmiss konar hugleiðingar, Biblíulestrar og uppbyggileg umræðuefni. Eftir fundina er boðið upp á kaffiveitingar gegn vægu gjaldi
AD KFUK – fundir
Fundir AD KFUK verða á þriðjudagskvöldum kl. 20 í vetur, að Holtavegi 28 í Reykjavík.
Á morgun, þriðjudag, 5.október hefst AD KFUK-starfið með ferð í Vindáshlíð, eins og venja er. Lagt verður af stað með rútu frá Holtavegi 28 kl. 18:00 í Vindáshlíð. Stjórn Vindáshlíðar sér um kvöldverð og kvöldvöku með léttu sniði. Á kvöldvökunni verður ýmislegt uppbyggilegt og skemmtilegt í boði. Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir kennari verður með upphafsorð og bæn, Margrét Eir Hjartardóttir söngkona syngur af sinni alkunnu snilld og Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir og Æja listakona (Þórey Magnúsdóttir) kynna texta og myndefni bókarinnar Út í birtuna. -Hugvekjur í máli og myndum. Þá verða máttarstólpar Vindáshlíðar heiðraðir. Verð er kr. 4500, en innifalið í því er kvöldverður, rútuferðir og dagskrá. Allar konur 18 ára og eldri eru boðnar hjartanlega velkomnar og hvattar til að að koma með í ferðina.
Í AD KFUK-nefnd vetrarins 2010 – 2011 eru: Margrét Möller, María Aðalsteinsdóttir, Sigrún Gísladóttir og Þórdís Klara Ágústsdóttir.
AD KFUM – fundir
Fundir AD KFUM verða á fimmtudagskvöldum í vetur, kl. 20, að Holtavegi 28 í Reykjavík.
Fimmtudaginn 7.október verður fyrsti AD KFUM fundur vetrarins á Holtavegi kl. 20:00.
Yfirskrift fundarins er: Gott sumar að baki. Fréttir og frásögur verða sagðar af þremur skemmtilegum viðburðum á vegum KFUM og KFUK í sumar. Góðir gestir koma og segja frá:
Hreiðar Örn Z. Stefánsson segir frá ferð unglingadeilda KFUM og KFUK á Ung uge í Danmörku. Ársæll Aðalbergsson segir frá vel heppnuðum og afar vel sóttum Sæludögum í Vatnaskógi í sumar og Arnar Ragnarsson segir frá alþjóðlegu leiðtogamóti sem hópur leiðtoga frá Íslandi sótti í Þýskalandi.
Stjórnun fundar er í höndum Tómasar Torfasonar. Allir karlar, 18 ára og eldri, eru boðnir hjartanlega velkomnir á fundinn.
Í AD KFUM-nefnd vetrarins 2010 – 2011 eru þeir Ársæll Aðalbergsson, Sigurbjörn Þorkelsson og Tómas Torfason.