Eins og flestum er kunnugt eru Skógarmenn að reisa nýjan svefn- og þjónustuskála í Vatnaskógi; Birkiskála II. Hefur verkið gengið vel og er húsið nú tilbúið að utan en ekki hefur verið hægt að fara á fullt í innréttingarvinnu sökum fjárskorts. Í lok síðasta árs var leitað til nokkurra fyrirtækja um stuðning við verkefnið og tóku forsvarsmenn fyrirtækjanna þeirri málaleitan vel. Nú í upphafi þessa árs munu fulltrúar Skógarmanna hitta forsvarsmenn fleiri fyrirtækja með von um jákvæð viðbrögð. Þá færðu einstaklingar Vatnaskógi nýlega stórgjöf til nýbyggingarinnar, eina milljón króna. Er þetta mikið þakklætisefni og bænasvar. Þessar fréttir efla dug og kraft þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem bíða eftir því að geta hafist handa.
Skógarmenn: Áfram að markinu!