Æskulýðsstarf KFUM og KFUK byrjar í dag.
Fyrir áramót gekk vel í deildum æskulýðsstarfsins og fjöldi deildanna helst óbreyttur og engar stórar breytingar eru á deildunum. Ánægjulegt er að segja frá því að engin deild dettur upp fyrir heldur koma leiðtogarnir fullir krafts til baka í starfið og eru fyrstu fundirnir í dag og byrja allar deildir í þessari viku. Það gengur vel að setja dagskrár inn á viðburðadagatal vefsins okkar
HÉR.
Það verða nokkrir stórir viðburðum hjá deildunum þessa vorönn og þar má nefna brennómót yngri deilda (4.-7. bekkur) sem verður haldið í Seljaskóla og vorferð yngri deilda yfir nótt í sumarbúðir og Landsmót unglingadeilda (8.-10. bekkur) sem verður haldið í Vatnaskógi 18.-20. mars.
KFUM og KFUK á Íslandi er fullt eftirvæntingar að byrja önnina.
Mattesuarguðspjall 13:3-9
„Sáðmaður gekk út að sá og þá er hann sáði féll sumt hjá götunni og fuglar komu og átu það upp. Sumt féll í grýtta jörð þar sem var lítill jarðvegur og það rann skjótt upp því það hafði ekki djúpa jörð. Þegar sól hækkaði visnaði það og sökum þess að það hafði ekki rótfestu skrælnaði það. Sumt féll meðal þyrna og þyrnarnir uxu og kæfðu það. En sumt féll í góða jörð og bar ávöxt, sumt hundraðfaldan, sumt sextugfaldan og sumt þrítugfaldan.
Hver sem eyru hefur hann heyri.“