Skógarvinir KFUM er deild fyrir stráka á aldrinum 12-14 ára sem vilja tengjast Vatnaskógi og eiga skemmtilegar stundir saman. Deildin starfaði í haust með vel heppnuðum skemmtunum í Vatnaskógi, vettvangsferðum, leikjum og fleiru.
Skógarvinir hefja nú göngu sína á ný í janúar, og hittast alls 6 sinnum á vormisseri og taka sér ýmislegt sniðugt fyrir hendur. Meðal annars verður tvisvar farið í Vatnaskóg. Aðeins 30 drengir komast að í Skógarvini, en þátttökugjald er kr.10.000.
Skráning hefst mánudaginn 17. janúar kl. 9:00 í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899, og einnig á
http://skraning.kfum.is/ .
Allir viðburðir Skógarvina hefjast kl. 17:00 í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28.
Ef frekari fyrirspurnir vakna er velkomið að hafa samband við Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899.
Dagskrá Skógarvina á vormisseri 2011 er eftirfarandi:
28. janúar Kvöldferð í Vatnaskóg: Vatnaskógur heimsóttur. Hvernig er staðurinn um hávetur? Hvaða starfsemi fer þar fram á veturna? Heimkoma kl. 22: 30.
11. febrúar Hvað veistu um Vatnaskóg? Spurningakeppni – glæsileg verðlaun! Dagskrá lýkur kl. 18: 45.

25. febrúar Slökkviliðsstöðin og Neyðarlínan: Slökkviliðsstöðin og Salvar Geir á Neyðarlínunni heimsótt.

11. mars Nú búum við til nammi: Skógarvinir læra að búa til sælgæti – spennandi og gott á bragðið. Dagskrá lýkur kl.20:00.

25. -26. mars Ferð í Vatnaskóg: Spennandi ævintýraferð þar sem drengirnir takast á við verkefni og ævintýri í Vatnaskógi á óvenjulegum tíma. Heimkoma kl.15:00 á laugardegi.

8. apríl Hópþraut og M-16-Lasertag: Spennandi Lasertag. Grillaðar pylsur á eftir. Dagskrá lýkur um kl.20:30.