Skráning er nú komin á fullt skrið í Skógarvini, deild fyrir stráka á aldrinum 12-14 ára sem vilja tengjast Vatnaskógi og eiga skemmtilegar stundir saman.
Skógarvinir hefja göngu sína á ný í janúar, og hittast alls sex sinnum á vormisseri, á föstudögum, og taka sér ýmislegt sniðugt fyrir hendur. Dagskráin er fjölbreytt, fjörug og spennandi, og inniheldur ferðir í Vatnaskóg, sælgætisgerð, spurningakeppni, vettvangsferð og Lasertag. Fyrsti fundur er föstudagurinn 28. janúar.
Aðeins 30 drengir komast að í Skógarvini, en þátttökugjald er kr.10.000. Allar ferðir, matur og annað efnisgjald er innifaldið í þátttökugjaldi.
Allir fundirnir hefjast og enda í félagshúsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík.
Skráning í Skógarvini hefur farið vel af stað í vikunni, en enn eru laus pláss. Hægt er að ganga frá skráningu í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899, og einnig á netinu,
HÉR .
Dagskrá Skógarvina á vormisseri 2011 má finna
HÉR.
Ef frekari fyrirspurnir vakna er velkomið að hafa samband við Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 (afgreiðslutími þar er frá kl.9 til 17 alla virka daga).