Í dag, föstudaginn 18. mars hefst landsmót unglingadeilda KFUM og KFUK í sumarbúðum félagsins í Vatnaskógi.
Mótið stendur yfir frá föstudegi til sunnudags, 18.-20. mars. Lagt verður af stað á mótið með rútum frá eftirfarandi stöðum í dag á eftirfarandi tímum:
· Kl. 13:30 : Brottför frá Akureyri
· Kl.15:30 : Brottför frá Hvammstanga
· Kl. 16:30 : Brottför frá Hveragerði/Reykjanesi
· Kl.17:30 : Brottför frá Holtavegi/Borgarnesi
Reiknað er með mætingu í Vatnaskóg um kl.18:30 föstdagskvöldið 18. mars, og dagskrá helgarinnar hefst með kvöldverði kl. 19:00.
Ef fyrirspurnir vakna um mótið er velkomið að hafa samband við leiðtoga hverrar æskulýðsdeildar fyrir sig, eða Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK að Holtavegi í Reykjavík í síma 588-8899.
Undirbúningur mótsins er í höndum Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur og Þórs Bínó Friðrikssonar, æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK á Íslandi. Yfirskrift mótsins er: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi." Hægt er að fá samband við Kristnýju Rós í síma 665-2891 og Þór Bínó í síma: 665-2890. Sími í Vatnaskógi á meðan á mótinu stendur er 433-8959.
Unglingar úr deildastarfi KFUM og KFUK af öllu landinu taka þátt í mótinu og verja skemmtilegum stundum saman. Meðal spennandi dagskrárliða eru borðtennismót, brandarakeppni, föndur, spjallstundir, kvöldvökur, kapellustund, heitir pottar, íþróttakeppni, kassabílarallý og rútuferð að Hlöðum.
Ráðlegt er að hafa meðferðis hlý föt, svefnpoka eða sæng (og sængurföt/lak).
Mótinu lýkur sunnudaginn 20. mars, og lagt verður af stað út Vatnaskógi kl.14:15 þann dag.