Nú er allt að verða klárt fyrir Vorhátíðina sem hefst á morgun kl. 12:00 enda vor í lofti. Þar verður margt í boði, sjá nánar HÉRNA

Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK hefst á sama tíma.  Vorhátíðin er í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík og í Sunnuhlíð á Akureyri (hefst kl.14).  Einnig verður hægt að skrá í sumarbúðirnar með netskráningu frá sama tíma.

ATH að þeir sem nýta sér netskráningu þurfa að ganga frá greiðslu að fullu með kreditkorti, ekki er hægt að nota debetkort með þeim hætti.  Þeir sem vilja nýta sér Vísalán frá VALITOR og dreifa greiðslunni þurfa að ganga frá skráningu á Holtavegi 28 í Reykjavík eða í Sunnuhlíð á Akureyri.

KOMUM OG GERUM OKKUR GLAÐAN DAG Á VORHÁTIÐ KFUM OG KFUK!