Það var líf og fjör á Vorhátíðum KFUM og KFUK í Reykjavík og á Akureyri á fyrsta degi skráningar. Dagskráin var fjölbreytt og fjölskylduvæn og augljóst að mörg börn geta vart beðið eftir að sumarbúðastarfið hefjist.

Nýtt og betrumbætt skráningarkerfi félagsins stóðst hið mikla álag sem var á wwwtímum skráninga en rúmlega 500 börn voru skráð á fyrstu klukkustundinn.

Auðvelt er að skrá börn í sumarbúðirnar með því að fara á http://www.kfum.is/sumarbudir-og-leikjanamskeid/flokkaskrar/ kerfið er opið allan sólarhringin en skrifstofa Þjónustumiðstöðvar Holtavegi 28,104 Reykjavík er jafnframt opin frá 9:00-17:00 alla virka daga og síminn 5 88 88 99