Nú á skírdag sem er einnig sumardagurinn fyrsti þann 21. apríl verður árleg kaffisala Skógarmanna KFUM haldin í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 í Reykjavík.
Kaffisalan hefst kl. 14 og henni lýkur kl. 18. Kaffisalan er mikilvægur liður í fjáröflun Vatnaskógar á fyrsta degi sumars en undurbúiningur fyrir sumarstarfið er nú í fullum gangi.
Fjölmargir eiga þá góðu hefð að koma á kaffisölu Skógarmanna á Holtavegi hitta aðra og kynna sér starfið en á staðnum verður kynning á starfi Skógarmanna í Vatnaskógi.

Veisluborð og fjölskyldustemning á Holtavegi á fimmtudaginn.
Öll innkoma af kaffisölunni mun renna í Skálasjóð Skógarmanna en framundan er vinna við innréttingar á nýjum skála.
Sunnudaginn 8. maí munu Skógarmenn halda styrktartónleika vegna nýbyggingarinnar í Vatnaskógi.