Nú á sunnudaginn þann 8.maí kl. 20:00 blása Skógarmenn til stórtónleika.
Á tónleikunum koma fram:
Karlakór KFUM, Valgeir Guðjónsson, Jóhann Helgason, Rannveig Káradóttir og Bogomil Font og hákarlarnir.
Kynnir er hinn síhressi sr. Sigurður Grétar Sigurðsson.
Aðgangseyrir er 2.000 kr.
Fyrir tónleikana (frá kl. 19:00) er hægt að kaupa sér grillaða hamborgara og eftir tónleikana verður hægt að kaupa kaffi og meðlæti.
Öll innkoma mun renna til framkvæmda við nýja skálann
Allir velkomnir
ATH: Hægt að kaupa miða
HÉRNA
Tilvalið að koma, fagna sumri og njóta skemmtilegrar dagskrár og styðja mikilvæga uppbyggingu í Vatnaskógi.
Þess má geta að fyrsti vinnuflokkur vorsins verður á laugardaginn. Þar verður meðal annars unnið við nýbygginguna.
Skógarmenn: Áfram að markinu