Laugardaginn 14. maí verður vinnuflokkur í Vatnaskógi. Verkefni dagsins verða meðal annars:

  • Skógur ruddur fyrir nýja tjaldflöt (vestan við malarvöll) sem mun nýtast á Sæludögum, jarðýtan bíður þess að slétta svæðið.
  • Gluggar glerjaðir sem munu verða settir í Bátaskýli
  • Fúavörn borin á palla og bryggjur
  • Ýmiss konar tiltekt

Vinnan er við allra hæfi og allir eru velkomnir. Möguleiki er á að útvega far fyrir þá sem þess óska (vinsamlega hafið þá samband á
arsaell@kfum.is ) og matur og kaffi verða á staðnum.
Tilvalið koma og hjálpa til í góðum félagsskap!
Veðurspáin fyrir Vatnaskóg á laugardag lítur vel út:
Samkv.
www.vedur.is :
Á laugardag: Norðvestan 3-8 og dálítil rigning NA- og A-lands, en annars hæg suðvestlæg átt, skýjað að mestu en úrkomulítið. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast syðst.
Áfram að markinu!