Það haustar snemma í ár 🙂 . Hvít fjöll niður að byggð, kaldur morgunn og hvass. En hvað sem því líður eru strákarnir í banastuði. Þetta eru lífsglaðir drengir og heimilum sínum til sóma. Við brýnum fyrir þeim að klæða sig vel, vil leggjum áherslu á fjölbreytt dagskrártilboð og nýtum innanhússaðstöðuna vel. Margir eru þó úti s.s. í fótboltanum og flekasmíðinni en aðrir una sér vel á smíðaverkstæðinu eða í íþróttahúsinu. Í íþróttahúsinu eru enda margir möguleikar og engum ætti að leiðast þar. Nóttin var góð og sváfu þeir vel. Í dag eru þeir, sem eru hér í fyrsta sinn, orðnir SKÓGARMENN en það miðast við að taka þátt í flokki á vegum Skógarmanna KFUM í tvær nætur eða lengur. Margir eru skemmtilega þenkjandi og spurulir enda ræðum við hér ýmsar stórar spurningar lífsins. Þeir eru heilmiklir söngmenn og fljótir að læra ný lög. Myndir eru með síðustu færslu. Fleiri myndir koma síðar. Kær kveðja, Sigurður Grétar Sigurðsson