Gauraflokkur í Vatnaskógi hófst síðastliðinn fimmtudag. Sökum vandræða með tölvukerfið höfum við ekki sett inn frétt fyrr og biðjumst afsökunar á því.
Fyrstu dagarnir hafa gengið afskaplega vel, veðrið hefur reyndar ekki leikið við okkur, hér hefur verið hægur vindur, skýjað og frekar kalt, inn á milli hafa svo komið skúrir. Drengirnir láta það þó ekki á sig fá enda nóg um að vera hér í Vatnaskógi.
Hefbundinn dagur gengur þannig fyrir sig að vakið er kl. 08:30 og haldið í morgunverð og morgunstund. Eftir það tekur við frjáls tími fram að hádegismat, á milli matartíma velja drengirnir sér svo afþreyingu. Í Vatnaskógi eru bátar sem njóta mikilla vinsælda, smíðastofa, íþróttahús og í gauraflokki er einnig listasmiðja. Þangað sækir mikil fjöldi drengja og sinnir ýmsum fjölbreyttum verkefnum, þeir hafa málað á strigapoka, skreytt diska og bolla og ýmislegt annað. Margrét Rós Harðardóttir listakona sér um listasmiðjuna.
Þegar þessi orð eru skrifuð lítur vel út með veðrið og við vonumst til að sólin kíki fram undan skýjunum. Margir drengir eru út á bát og einnig inn í íþróttahúsi í skotbolta og knattspyrnu.
Myndir frá fyrsta degi hafa verið settar inn hér, fleiri myndir verða settar inn seinna í dag.
Við minnum foreldra sem vilja heyra hvernig gengur hjá sínum dreng á símatími milli kl. 11 og 12.