Fyrsti dagurinn í flokknum hefur farið af stað af miklum krafti. Fótbolti er spilaður af miklum krafti, boðið hefur verið til borðtennismóts og billiardmót hófst fyrr í dag. Smíðaverkstæðið hefur verið opið, frjálsar íþróttir hafa verið á dagskránni og drengirnir hafa bæði farið í og á vatnið (á bátum). Flestir hafa drengirnir tekið hraustlega til matar síns og kvöldvakan kallaði fram mikil hlátrasköll og öflugan söng.
Myndir úr flokknum eru aðgengilegar á slóðinni
http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=140333 og eins erum við að gera tilraun með að birta smámola eða tíst/tvít á
www.twitter.com/vatnaskogur reglulega yfir daginn, þar sem sagt er frá hvað er í gangi.
Hægt er að ná í mig, forstöðumann flokksins, með því að senda tölvupóst á
elli@vatnaskogur.net og ég reyni að svara eins fljótt og auðið er. Þó vissulega geti liðið nokkrar klukkustundir milli þess að ég nái að setjast við tölvu.

Kveðja,
Halldór Elías (Elli)