Einu sinni í hverjum flokki stendur foringi upp á stól í matsalnum þegar auglýstur er viðburður sem framundan er og einu sinni í hverjum flokki ákveð ég sem forstöðumaður að geyma með sjálfum mér þanka um rétthugsun og stríðsrekstur. Það er sem sé þegar boðið er upp á hermannaleikinn hér í Vatnaskógi.
Hermannaleikurinn er einfaldlega ómissandi stórviðburður í Vatnaskógi og að þessu sinni héldum við á sólarströndina okkar við Oddakot og drengirnir kepptu þar af kappi. Að leik loknum gafst þeim síðan kostur á að vaða út í vatnið við sandströndina.
Hér gengur allt vel, drengirnir finna sig á staðnum enda margt í boði. Framundan er besta veður vikunnar og þá verður boðið upp á margskonar viðburði. Gönguferð, hástökk, báta og margt fleira.

Myndir frá hermannaleiknum eru á slóðinni
http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=141334, hægt er að ná í forstöðumann á netfanginu elli(hjá)vatnaskogur.net og regluleg tíst eða tvít birtast á
www.twitter.com/vatnaskogur.

Ljósmyndirnar í flokknum af flokknum eru langflestar teknar af Hjalta Þór Davíðssyni.