Veðrið í gær lék við okkur og blíðan heldur áfram í dag. 6. flokkur er farin að styttast í annan endann og næstu tveir dagar verða fylltir af fjöri og gleði. Þegar þetta er skrifað er hópur drengja að fara að hlaupa víðavangshlaup, en þá er hlaupið í kringum Eyrarvatn hér í Svínadal.
Drengirnir fengu að sofa hálftíma lengur en vanalega og veitti ekki af eftir fjöruga daga. Það er spennandi dagskrá framundan og við starfsmennirnir erum byrjaðir að púsla saman frábærum dagskrártilboðum fyrir þessa rúmu tvo sólarhringa sem eru eftir hér í flokknum.

Myndir frá deginum í dag og í gær koma í kvöld og verða aðgengilegar á
http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=140333. H
ægt er að ná í forstöðumann á netfanginu elli(hjá)vatnaskogur.net og regluleg tíst eða tvít birtast á
www.twitter.com/vatnaskogur.