7. flokkur

Allt hefur gengið vel og drengirnir kunna vel við sig í fjölbreyttum verkefnum. Eingöngu 38 drengir eru í flokknum og setið er við þrjú borð. Tveir foringjar sinna hverju borði. Drengirnir gista í norðurálmu Birkiskála.
Nú þegar hafa margir fótboltaleikir verið spilaðir. Keppt hefur verið í spjótkasti, kúluvarpi, 60m og 400m hlaupi. Bátarnir hafa verið opnir allan tímann og drengirnir einnig verið duglegir að vaða. Í dag mun síðan hinn sívinsæli hermannaleikur fara fram.
Einnig hafa verið þythokkí- og borðtennismót. Kvöldvökurnar hafa verið skemmtilegar og söngurinn líflegur þrátt fyrir að flokkurinn sé ekki fjölmennari.
Drengjunum hefur gengið vel að sofna á kvöldin.
Það er óhætt að segja að flokkurinn hefur verið mikið ævintýri og munu ævintýrin verða ævintýralegri með hverjum deginum. Einnig má hugsa til þess að í dvöl í Vatnaskógi er alltaf mikið ævintýri.
Í dag settum við fleiri myndir inn en þær röðuðust fyrir aftan þær sem komu í gær en birtust ekki í sérstökum tengli.
Hérna má finn myndir úr flokknum: http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=143514

Bestu kveðjur
Henning forstöðumaður