Dagskráin í Vatnaskógi gekk mjög vel í gær. Veðrið lék við okkur stærstan hluta dagsins, reyndar fengum við "útlandalega" rigningu tvívegis, en þeir skúrar stóðu stutt. Hér var boðið upp á knattspyrnu, báta, borðtennis, smíðaverkstæði, kúluvarp, spjótkast og margt fleira í gær og dagurinn í dag er ekki síður viðburðaríkur. Í augnablikinu er fremur skýjað en þurrt, fallegur dagur, og við vonum að það haldist þannig.

Myndir frá gærdeginum eru á slóðinni
http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=146662. Hægt er að ná í forstöðumann flokksins á netfanginu
elli@vatnaskogur.net og við hér í Vatnaskógi tístum reglulega í þessum flokki á
www.twitter.com/vatnaskogur.