Nú er unglingaflokkur hafinn í Vatnaskógi og á staðnum eru rétt tæplega 70 unglingar. Dagskráin í gær hófst að krafti og nú þegar hefur verið boðið upp á leiklistarnámskeið og 60m hlaup, vatnatrampólín og tímaskyn, báta og langstökk, knattspyrnu og næturorustu, kapellustund og poolmót.
Á Biblíulestrinum í morgun ræddum við um hvaða merkingu Biblían hefur fyrir okkur og á kvöldvöku í gær fjallaði hugleiðingin um þörf okkar til að gera í stað þess einfaldlega að vera, í tengslum við söguna um Mörtu og Maríu.
Því miður er ekki hægt að birta myndir úr flokknum í dag, en það einfaldlega gleymdist að skipuleggja hver annaðist myndatökur, jafnframt sem upptökubúnaður og myndavélin var í notkun í tengslum við plankakeppni flokksins. Við vonumst eftir að bæta úr því á morgun.
Hægt er að ná í forstöðumann flokksins, Halldór Elías eða Ella, á netfanginu
elli@vatnaskogur.net. Þá munu birtast tíst og færslur öðru hvoru í flokknum á
www.twitter.com/vatnaskogur og á
www.facebook.com/vatnaskogur.