Rétt í þessu kom 31 veðurbarin unglingur ásamt foringjum ofan frá Kúavallafossum, þar sem þau gistu úti í léttum úða og ágætu roki í nótt. Er það mat okkar að sjaldan hafi bornin litið frísklegar út en einmitt núna.
Á sama tíma og ofurhugar flokksins dvöldu undir berum himni á íslenskri heiði, sátu 35 unglingar í sal Gamla skálans og horfðu á kvikmynd, borðuðu popp og drukku sykurdrykki. Er óhætt að segja að þeir unglingar séu ekki alveg jafn frísklega útlítandi og hinir fyrri :-).
Annars gekk dagurinn mjög vel í gær. Unglingarnir hafa fengið fjölmörg tækifæri til að njóta sín á eigin forsendum. Hér hafa verið sett fjölmörg frjálsíþróttamet, einhver spila kleppara af miklum móð og enn önnur kynnast nýjum íþróttum eins og "Ultimate Frisby".
Hvað tæknihliðina varðar, þá erum við enn í vanda með að birta myndir úr flokknum og allt eins víst að ekkert birtist fyrr en í næstu viku. Hægt er að ná í forstöðumann með því að senda póst á elli@vatnaskogur.net. Þá birtum við öðru hvoru smámola á
www.twitter.com/vatnaskogur og
www.facebook.com/vatnaskogur.