Enn á ný býður Vatnaskógur upp á flokka fyrir feður og syni – Feðgaflokka. Markmið þeirra er að efla tengsl feðga í frábæru umhverfi með skemmtilegri dagskrá. Í ár eru tveir flokkar í boði; fyrri flokkurinn er 26.-28.ágúst og sá síðari er 2.- 4.september 2011.
Dagskrá:
Föstudagur:
17:30 Brottför frá Holtavegi 28 í Reykjavík (fyrir þá sem fara með rútu)
19:00 Léttur kvöldverður
19:40 Frjáls tími
– Gönguferð
– Bátar
– Íþróttir
– Íþróttahús
21:15 Kvöldhressing í matsal
Kvöldvaka
Bænastund í kapellu

Laugardagur:
8:30 Vakið
9:00 Fánahylling og morgunverður
9:30 Biblíulestur
10:00 Fræðsla fyrir feður
10:00 Dagskrá fyrir drengi í íþróttahúsi
11:15 Frjáls tími
– Bátar
– Smiðjan
– Íþróttahúsið
12:30 Hádegisverður
13:00 Frjáls tími
– Íþróttahátíð
– Bátar og vatnafjör
– Íþróttahúsið
– Útileikir
16:00 Kaffitími
16:30 Frjáls tími
– Hermannaleikur
– Bátar
– Smiðjan
– Slökun í heitu pottunum
19:15 Hátíðarkvöldverður
21:00 Hátíðarkvöldvaka
Kvöldkaffi
Bænastund í kapellu

Sunnudagur:
9:00 Vakið
9:30 Fánahylling og morgunverður
10:00 Skógarmannaguðsþjónusta
11:00 Frjáls tími
– Knattspyrna
– Bátar
– Smiðjan
– Íþróttahús
13:00 Hádegisverður
– Lokastund
– Heimferð
——————————
Verð í feðgaflokk er kr. 11.900.- fyrir einstakling.
Innifalið í verði er fullt fæði, gisting, og öll dagskrá.
Eftirfarandi upptalning gefur hugmynd um nauðsynlegan farangur:
Sæng eða svefnpoki, koddi, lak, regnföt, úlpa, stígvél, íþróttaskór, inniíþróttaskór, nærföt, nægir sokkar, peysur, buxur, betri fatnaður, sundföt, handklæði, sápa, tannbursti.
Skráning fer fram í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 og einnig á: skraning.kfum.is .
Hægt er að taka rútu í Feðgaflokk í Vatnaskógi og kostar það kr. 2.500.- Rútan leggur af stað frá húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík kl. 17:30 á föstudegi og kl. 14:00 úr Vatnaskógi á sunnudegi. Tilkynna þarf ef menn hyggjast nýta sér rútuferð í síma 588-8899 eða í tölvupósti á
skrifstofa@kfum.is .

Skógarmenn KFUM
Holtavegi 28
104 Reykjavík
Sími 588-8899

www.kfum.is
vatnaskogur@kfum.is