Næsta föstudag, 23.september, hefja Skógarvinir göngu sína.
Þeir eru hópur 12-14 ára stráka sem taka þátt í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK með sérstakri áherslu á Vatnaskóg. Skógarvinir hafa verið starfræktir undanfarin ár og tekið sér ýmislegt spennandi fyrir hendur.
Skógarvinir hittast fimm sinnum í haust, og spennandi dagskrá verður í boði. Á fyrsta fundi Skógarvina, næsta föstudag, verður farið í kvöldferð í Vatnaskóg þar sem verður farið í leiki, boðið upp á kvöldvöku, og kvöldverður snæddur.
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá haustsins, sem hefst kl. 17 á föstudögum, en mæting er í hús KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík. Þátttökugjald er 9.500 kr., en innifalið í því eru allar ferðir, matur og gisting.
Skráning er nú í fullum gangi hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 og
HÉR.
Aðeins 30 drengir komast að í Skógarvini. Á heimsíðunni www.vatnaskogur.is verður hægt að fá fréttir af Skógarvinum.
Umsjónarmenn eru Ársæll Aðalbergsson, Benedikt Snær Magnússon, Styrmir Magnússon og Þór Bínó Friðriksson.
Dagskrá :
23. september.
Kvöldferð – Vatnaskógur heimsóttur.
Farið í leiki, kvöldmatur, kvöldvaka.
Heimkoma kl. 22:30.

7. október
Þrautakeppni í Laugardalnum:
Skipt í lið. Nú reynir á ratvísi, að þekkja áttir og útsjónarsemi. Glæsileg verðlaun. Dagskrá lýkur kl. 19:30.

21. október
Ævintýraferð á Akranes:
Grillaðir hamborgarar á óvenjulegum stað, bryndreki skoðaður – einkabíósýning.Heimkoma um kl. 22:30.

4. – 5. nóvember
Ferð í Vatnaskóg:
Spennandi ævintýraferð þar sem drengirnir takast
á við verkefni og ævintýri í Vatnaskógi á
óvenjulegum tíma. Heimkoma á laugardeginum kl.17:00.

18. nóvember
Landhelgisgæslan heimsótt.
Þyrlur, flugvélar og varðskip, alvöru græjur skoðaðar.
Dagskrá lýkur kl. 21:00.

Umsjónarmenn Skógarvina:
Ársæll Aðalbergsson: 49 ára. Framkvæmdastjóri Vatnaskógar, forstöðumaður í mörg ár, hefur tekið þátt í starfi KFUM og KFUK í áratugi. Heldur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Þór Bínó Friðriksson: 25 ára. Er með rútupróf. Bíóstjóri, mikill áhugamaður um samfélagsmál, björgunarsveitarmaður og starfað í Vatnaskógi síðan 2004. Hefur gott vald á dönsku.
Benedikt Snær Magnússon: 21 árs. Verkmaður mikill, er að smíða aparólu í Vatnaskógi – kann á gröfu og var foringi í einum flokki í sumar, hefur tekið þátt í starfi KFUM og KFUK síðastliðin ár.
Styrmir Magnússon: 36 ára. Mikill áhugamaður um skógrækt í Vatnaskógi hefur tekið þátt í starfi Vatnaskógar og KFUM og KFUK síðan 1991, meðal annars sem vinnumaður, foringi, ráðsmaður og forstöðumaður.
Skógarmenn – Áfram að markinu!