Fimmtudaginn 13. október verður farið í árlega ferð AD (Aðaldeildar) KFUM í Vatnaskóg.
Brottför verður með rútu frá húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28 í Reykjavík kl.18.
Kvöldverður verður snæddur í Vatnaskógi, og síðan verður kvöldvaka í umsjá AD-nefndar KFUM í Gamla skála, þar sem Sigurbjörn Þorkelsson flytur hugvekju, og Ársæll Aðalbergsson sér um kynningu á starfsemi Vatnaskógar. Einnig verður nýbyggingin á svæðinu sýnd.
Verð er kr.3500.
Tilkynna þarf þátttöku í ferðina hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða með tölvupósti á
skrifstofa@kfum.is . Einnig er hægt að ganga frá skráningu á netinu,
HÉR.
Allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að fjölmenna í ferðina og eiga saman skemmtilegt kvöld í Skóginum.