Nú er hægt að festa kaup á glænýjum, fallegum munum í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Holtavegi 28, sérútbúnum Skógarmanna-bollum- og lyklakippum.

Allur ágóði sölunnar rennur til áframhaldandi byggingar á Nýja Birkiskála í Vatnaskógi. Þessir fallegu munir eru til dæmis tilvaldir sem jólagjafir.

Verð á bollum er kr.2500 (stk.) og verð á lyklakippum er kr.1500 (stk.)