Dagana 10.-12. febrúar verður fjölskylduflokkur í Vatnaskógi, þar sem skemmtileg og fjörug dagskrá verður í boði fyrir fjölskyldur. Þar gefst gott tækifæri til að efla fjölskyldutengsl og eiga góðan tíma saman í frábæru umhverfi.  Flokkurinn er opinn fyrir alla aldurshópa.

Verð er kr. 8.500 fyrir manneskju, frítt er fyrir börn á aldrinum 6 ára og yngri. Hámarksverð fyrir fjölskyldu er kr. 29.500.

Skráning  er nú í fullum gangi í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28, í síma 588-8899 og með því að senda tölvupóst á skrifstofa(hjá)kfum.is .

Stjórnendur flokksins verða þeir Ársæll Aðalbergsson framkvæmdastjóri Vatnaskógar og sr. Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur í Útskálaprestakalli.

Mæting er í Vatnaskóg milli kl. 18:30 og 19 á föstudeginum 10. febrúar. Dagskrá hefst formlega með kvöldverði kl. 19. Reiknað er með að þátttakendur ferðist á einkabílum á staðinn. Ekki verða rútuferðir.  

Rétt er að hafa meðferðis búnað til útiveru s.s. stígvél eða gönguskó, regngalla, hlý útiföt, föt til skiptanna, húfu, stuttbuxur, sundföt (fyrir þá sem vilja fara í heita potta) og íþróttaskó til notkunar í íþróttahúsi og annað sem hver og einn telur nauðsynlegt. Einnig þarf að vera með svefnpoka eða sæng (og rúmföt og lak).
  

Dagskrá:

Föstudagur 10. febrúar
19:00 Kvöldverður
20:00 Kvöldvaka í Gamla Skála
21:00 Frjáls tími
              – Bænastund í kapellu
              – Íþróttahúsið opið
              – Matsalurinn opinn

Laugardagur 12. febrúar
08:30 Vakið
09:00 Morgunverður
09:30 Morgunstund
                 -Biblíulestur 
                 -Fræðslustund foreldra         
                -Leikstund
               -Íþróttahúsið opið
               -Föndursmiðjan opin
12:00 Hádegismatur
13:00 Frjáls tími
              – Gönguferð
              – Föndursmiðjan
             – Íþróttahúsið opið
15:00 Síðdegiskaffi
15:30 Frjáls tími
              – Kassabílar
              – Frjálsar íþróttir
              – Íþróttir og leikir í íþróttahúsi
              – Undirbúningur fyrir hæfileikasýningu á kvöldvöku
              – Heitir pottar við íþróttahús
18:30 Hátíðarkvöldverður – veislukvöld
19:30 Kvöldvaka
21:00 Kvöldganga (stutt ganga sem endar í Kapellunni með bænastund)
21:00 Matsalurinn opinn fram eftir kvöldi

Sunnudagur 13. febrúar
Frá kl. 09:30 – 10:30 Morgunverður
10:00 Íþróttahúsið opið
11:00 Útivera
12:00 Fjölskylduguðsþjónusta
          Umsjón Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson
13:00 Hádegismatur
14:00 Brottför

Almennar upplýsingar um Vatnaskóg:
Vatnaskógur er æskulýðsmiðstöð KFUM og KFUK og er staðsett við Eyrarvatn í Hvalfjarðarsveit. Umhverfis staðinn er 220 hektara skógur.
Skammt frá Vatnaskógi er Hallgrímskirkja á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Hótel Glymur og Félagsheimilið að Hlöðum.
Á staðnum er meðal annars:
·        Gamli skáli, sem er elsta hús staðarins (vígður árið 1943), og er með gistirými fyrir 48 dvalargesti í þremur svefnsölum og tveimur minni herbergjum. Í skálanum er kvöldvökusalur fyrir rúmlega 100 manns með arni, hljóðfærum og skjávarpa.
·        Birkiskáli, sem er nýjasta hús staðarins, tekinn í notkun árið 2000. Þar er gistirými fyrir 64 dvalargesti í þrettán herbergjum. Unnið er við 540 m² viðbyggingu við húsið.
·        Matskáli er með matsal sem tekur yfir 100 manns í sæti og eldhúsi sem búið er fullkominni eldunar- og uppþvottaaðstöðu.
·        Íþróttahús er með 350 m² íþróttasal, góðum íþróttadúk á gólfi og 6 m lofthæð. Þá er í húsinu notaleg setustofa og leiksvæði með ýmsum leiktækjum. Góð sturtuaðstaða er í íþróttahúsinu. Við íþróttahúsið eru einnig heitir pottar.
·        Bátaskýli er við Eyrarvatn.  Í því eru geymdir bátar sem vinsælt er að nýta til fiskveiða og annarrar skemmtunar á sumrin.  Athugið að Eyrarvatn er iðulega frosið á þessum árstíma. Ísinn getur verið skemmtilegur til leikja og gönguferða, en getur verið varasamur.
·        Kapellan er lítið og fallegt bænahús í rjóðri rétt hjá Gamla skála.  Fallegur upplýstur göngustígur liggur að kapellunni.