Söngmót í Vatnaskógi - mynd af leiðtogahelgi

Finnst þér gaman að syngja? Finnst þér gott að sitja við arineldinn og syngja falleg lög? Finnst þér gaman að syngja með öðrum krökkum?

Þá er Söngmótið í Vatnaskógi 20.-22. apríl rétti staðurinn fyrir þig. Það er opið öllum unglingum í 8.-10. bekk sem hafa gaman af því að syngja.

Á dagskrá verður mikill söngur, fjörug lög, róleg lög, einfaldar raddanir, frjáls tími, íþróttahús, útivera, spjall, hasar, rólegheit, kvöldvökur, hugvekjur, gleði og gaman.

Rútuferðir verða frá safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 16:00 og húsi KFUM og KFUK að Holtavegi í Reykjavík kl. 18:00, föstudaginn 20. apríl. Heimkoma til Reykjavíkur er áætluð kl. 15.00 sunnudaginn 22. apríl.

Verð á mótið er kr. 10.000. Allur matur og rútuferðir er innifalið.

Í boði er að skrá sig sem hluta ef hópi (t.d. æskulýðsfélagi eða kirkjustarfi) ásamt leiðtoga en einnig er hægt að koma á eigin vegum líkt og um sumarbúðir sé að ræða. Umsjón á staðnum og eftirlit er í höndum starfsmanna Vatnaskógar.

Móttsstjóri verður sr. Sigurður Grétar Sigurðsson (Siggi Grétar) og sér hann um að láta alla syngja af lífs og sálar kröftum.

Skráning og nánari upplýsingar á netfangi: srsgs (at) simnet.is eða hjá Sigurði Grétari í s. 895-2243. Gott er að hafa samband sem allra fyrst til að tryggja sér pláss en lokaskráning og greiðsla miðast við 13. apríl.

Söngmótið er samstarfsverkefni Æskulýðsnefndar Kjalarnesprófastsdæmis og Skógarmanna KFUM.