Vatnaskógur - panoramaFimmtudaginn 19. apríl, sumardaginn fyrsta, verður kaffisala Skógarmanna KFUM haldin í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík.

Kaffisalan verður frá kl.14 til 18, en þar verður glæsilegt kökuhlaðborð þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Boðið verður upp á ljúffengar kökur,  tertur, brauð og fleira góðgæti.

Um kvöldið, 19. apríl kl.20, verða vortónleikar Skógarmanna haldnir á Holtavegi 28. Karlakór KFUM og KFUK og hljómsveitin Tilviljun? koma þar fram á frábærum tónleikunum.

Karlakórinn  er skipaður hæfileikaríkum söngmönnum úr röðum félagsins og hljómsveitin Tilviljun? er skipuð ungu og efnilegu tónlistarfólki úr starfi KFUM og KFUK. Tilviljun? gaf nýverið út sinn fyrsta geisladisk, Vaktu, sem hlotið hefur góðar viðtökur. Karlakórinn hefur ákveðið að syngja nokkur lög með hljómsveitinni Tilviljun?

Allur ágóði kaffisölunnar og tónleikanna rennur til starfsins í Vatnaskógi. Aðgangseyrir á tónleikana er kr.2000.

Allir eru hjartanlega velkomnir.