Vatnaskógur

Helgina 1.-3. júní verður feðginaflokkur haldinn í Vatnaskógi. Flokkurinn er ætlaður feðrum og dætrum frá 6 ára aldri.
Í feðginaflokki fer fram skemmtileg dagskrá fyrir feður og dætur, og áhersla lögð á góðar samverustundir í Vatnaskógi, bæði innandyra og úti. Feðgin geta farið í gönguferðir, föndrað, sungið, skemmt sér á bátum, í íþróttahúsinu , á kvöldvökum, á fræðslu-og samverustundum og ótalmargt fleira.
Verð í feðginaflokk er kr.11.900 fyrir einstakling. Skráning fer fram í síma 588-8899 eða á skraning.kfum.is.
Nánari dagskrá feðginaflokks verður auglýst þegar nær dregur flokknum.
Allar nánari upplýsingar um flokkinn veitir starfsfólk Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK í síma 588-8899.
Verið velkomin í feðginaflokk!