Hér er verið að syngja á bátunum piltarnir bruna og drengirnir að gera sig klára í viðlagiðÍ dag er frekar mikill vindur og bátarnir því lokaðir í dag. Foringjarnir brugðu á það ráð að blása upp nokkra hoppukastala í staðinn og var mikið fjör í Leikskála fyrir mat. Margir tóku þátt í eltingaleik og hlupu í gegnum þrautabrautina. Gleðin og hlátur heyrðist um allan skóg. Nokkrir drengir voru að tálga á smíðaverkstæðinu og sumir að mála í listasmiðjunni. Eftir mat var boðið upp á ferðir í heitu pottana, tónlistarsmiðju, smíðaverkstæði og leiki í Leikskála. Gaman er að segja frá því að Sindri Sindrason fréttamaður á Stöð 2 kom í heimsókn og tók viðtal við nokkra drengi og verður þetta sýnt í Ísland í dag á Stöð 2 á föstudaginn.

Héðan úr skóginum eru bara góðar gleðifréttir.

http://www.flickr.com//photos/kfum-kfuk-island/sets/72157630066048282/show/

Kær kveðja,

Haukur Árni