Kaffi í sólinni

Strákarnir í sólinni

Nú eru allir drengir Gauraflokks farnir af svæðinu sælir og glaðir. Hátíðarkvöldvakan var í gær, var Sjónvarp Lindarjóður var sýnt og var hinn sívinsæli þáttur Skonrokk á dagskrá sjónvarpsins en í þeim þætti syngja foringjarnir frumsamin lög um drengina. Einnig voru afhent nokkur verðlaun Einar Árni Bjarnason fékk verðlaun fyrir stærsta fiskinn, Axel Bernhard Axelsson- Kolbeinn Jónsson og Bjarni Gestsson unnu kassabílarallýið, Oddur Sigþór Hilmarsson sigraði í kúlukeppninni. Einnig voru afhent tvenn heiðursverðlaun en þau hlutu Óðinn Þór Jóhannsson fyrir hafnargæslu og Aron Sigurjónsson fyrir hafnarstjórnun. Í dag var gott veður en drengirnir þurftu að vera inni að pakka niður farangrinum sínum. Í hádeginu var pizza og amerískur kleinuhringur í kaffinu.

Hér eru allar myndirnar úr flokknum: http://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157630066048282/

Haukur Árni forstöðumaður Gauraflokks 2012 þakkar fyrir sig.