Sælt veri fólkið. Það voru tæplega 100 sprækir drengir sem mættu í Vatnaskóg fyrir hádegi í gær, mánudag. Vatnaskógur skartaði sínu fegursta, sól og andvari. Allt í gangi, allir komu sér vel fyrir og fóur að leika sér að loknum hádegisverði. Nokkrir vaskir drengir fóru á báta en vestangolan hreif þá með sér svo á endanum þurfti að loka bátunum. Engin hætta á ferð 🙂 bara ævintýri. Sumir drengir virðast vera að leita uppruna síns, hafa buslað í vatninu nánast síðan þeir komu. Það er mikið fjör, mikið blautt svo þurrkherbergin hafa varla undan að þurrka blaut föt. En þetta finnst þeim gaman. Knattspyrna, frjálsar íþróttir, kassabílarallý, skógarganga, íþróttahúsið, bátarnir, smíðastofan. Allir finna sér eitthvað við hæfi. Í kvöld má reikna með að myndir verði settar inn á heimasíðuna. Kær kveðja úr Vatnaskógi. Sigurður Grétar Sigurðsson, forstöðumaður