Drengirnir voru vaktir kl. 8:30 í morgun eins og venjulega. Eftir morgunstund og biblíulestur var boðið upp á ýmsa dagskrá. Þar má helst nefna báta, frúin í hamborg – keppni, 1500 metra hlaup, frisbígolfkennsla, busl í vatninu ásamt því að úrslitaleikurinn í Svínadalsdeildinni í knattspyrnu fór fram. Nú er sólin farin að skína á okkur og vindinn hefur lægt, því má búast við að það verði gert eitthvað skemmtilegt úti í dag.

Vatnstrampólínið er alltaf vinsælt.

Í gær var mikið fjör á vatninu. Flestir prófuðu bátana og margir fóru að vaða í vatninu. Þá var vatnstrampólínið opið fyrir strákana. Vegna fjölda áskorana var ákveðið að fara aftur í orrustu, við mikinn fögnuð drengjanna i flokknum.

Wipe-out brautin var skemmtileg.

Seinni partinn var boðið upp á þrautabraut í stíl við Wipe-out. Strákarnir fóru brautina og tími var tekinn á meðan það var sprautað á þá vatni. Þeir fengu síðan að fara í heita pottinn til að hlýja sér. Drengirnir skemmta sér vel og hafa nóg að gera í Vatnaskógi.

 

Með kveðju úr skóginum

Ásgeir Pétursson, forstöðumaður.