Drengirnir fengu að sofa 30 mínútum lengur í morgun og voru vaktir klukkan 9:00. Heitt kakó og brauð með áleggi beið þeirra í matsalnum. Veðrið hefur verið mjög gott í dag, sólin skín á okkur og það er smá gola. Á morgunstund fræddust drengirnir um bænina. Eftir jafna keppni stóðu sjötta og fjórða borð uppi sem sigurvegarar í undankeppni fyrir biblíuspurningakeppnina sem fer fram á veislukvöldvöku í kvöld. Þá fór fram úrslitaleikur í Puma-bikarnum í knattspyrnu og stóð fyrsta borð uppi sem sigurvegari. Eftir hádegi var meðal annars haldin keppnin Vatnaskógarvíkingurinn 2012 til að fá úr því skorið hver sterkasti drengur flokksins væri. Þá var boðið upp á brandarastund, bortenniskúlublásturskeppni og ýmislegt fleira.
Í kvöld munum við borða veislukvöldverð áður en haldið verður á veislukvöldvöku í hátíðarsal Vatnaskógar. Þar verða veittir bikarar fyrir sigur í hinum ýmsu mótum, bein útsending frá sjónvarpi Lindarrjóðurs mun fara fram ásam fullt af öðru skemmtiefni.
Í gær var einnig mjög gott veður í skóginum, strákarnir léku sér á bátum og fengu að vaða í Vatninu. Hápunkturinn var án ef þegar Oddverjar mættu Haukdælum í æsispennandi hermannaleik í skóginum. Fimm skógarskrímsli birtust skyndilega og kom það í ljós að eitt þeirra reyndist vera forstöðumaðurinn.
Kveðja úr Vatnaskógi,
Ásgeir Pétursson, forstöðumaður.