Í Vatnaskógi hefjast hinir árlegu Sæludagar á morgun, fimmtudaginn 2. ágúst. Ógrynni skemmtilegra atriða og uppákoma verður á hátíðinni yfir verslunarmannahelgina, en hún er ætluð öllum aldurshópum og er vímulaus. Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir hátíð

Meðal þess sem verður á dagskrá Sæludaga í ár eru: Kvöldvökur, tónleikar,  bátafjör, bænastundir í Kapellunni, knattspyrna, tónleikar með Tilviljun?, Café Lindarrjóður, dansleikur, grillveisla, fjölskylduguðsþjónusta, ýmis áhugaverð fræðsluerindi, tónleikar með Hundi í óskilum, gospelsmiðjur fyrir börn og fullorðna, Söng-og hæfileikasýning barnanna, kassabílarallý, atriði úr leikritinu „Allt í plati“, unglingadagskrá og margt fleira!

Undirbúningur fyrir Sæludaga stendur nú sem hæst, og tilhlökkun fyrir helginni liggur í loftinu. Góð veðurspá er fyrir helgina.

Dagskráin hefst fimmtudagskvöldið 2. ágúst, en svæðið opnar kl.19. Dagskráin stendur fram til mánudagsins 6.ágúst.

Rútuferð á Sæludaga verður frá húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28 föstudaginn 3.ágúst kl.17:30, en þeir sem hyggjast nýta sér hana eru beðnir um að láta Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK vita í síma 588-8899.

Verð fyrir helgarmiða á Sæludaga er kr.4500 fyrir fullorðna, en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Verð fyrir dagsheimsókn er kr.2500.

Allar nánari upplýsingar um Sæludaga veitir starfsfólk Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK í síma 588-8899, en einnig er fróðleik að finna hér á heimasíðunni.

Verið velkomin á Sæludaga í Vatnaskógi!