Næstu helgi, 31. ágúst – 2.september, fer fram sá síðari af tveimur feðgaflokkum í Vatnaskógi nú síðsumars.

Allir feður, synir og afar á aldrinum 7-99 ára eru velkomnir í feðgaflokk, en þar er boðið upp á skemmtilega dagskrá þar sem lögð er áhersla á að feðgar geti notið góðra samverustunda í fallegu umhverfi Vatnaskógar, tekið þátt í leikjum og íþróttum, farið á báta, sótt Skógarmannakvöldvökur, farið í kapelluna ásamt fjölmörgu öðru. Kapp er lagt á að góð stemmning ríki og að allir njóti sín.

Skráning í seinni feðgaflokkinn er hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 og á netfanginu skrifstofa@kfum.is . Einnig er hægt að ganga frá netskráningu á skraning.kfum.is .

Verð í feðgaflokk er kr. 11.900 en innifalið í því verði er fullt fæði, gisting og öll dagskrá. Ef menn óska eftir rútuferð þarf að láta vita í síma 588-8899. Rútufargjald er kr.2500.

Verið velkomnir í feðgaflokk!