Í dag, föstudaginn 16. nóvember og fram á morgundaginn, laugardagsinn 17. nóvember verður haldið miðnæturíþróttamót unglingadeilda æskulýðsstarfsins í Vatnaskógi. Keppt verður í fjölmörgum hefðbundnum og óhefðbundnum íþróttagreinum milli unglinga í deildarstarfi KFUM og KFUK á Íslandi. Brottför verður kl. 18 frá Holtavegi á föstudag og áætluð heimkoma er á sama stað kl. 17 á laugardag.
Óhætt er að lofa miklu fjöri og skemmtilegum sólarhring á frábærum stað.