Á  sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl, verður kaffisala til styrktar starfinu í Vatnaskógi
á Holtavegi 28.

Kaffisalan hefst kl. 14:00 og stendur til 18:00. Allir velunnarar Vatnaskógar eru hvattir til að styðja starfið og njóta glæsilegra
veitinga á þessum degi.

Um kvöldið kl. 20:00 verða síðan tónleikar að hætti Skógarmanna á Holtavegi 28 þar sem Karlakór KFUM, undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur og við undirleik Ástu Haraldsdóttur, mun flytja lög m.a. úr Vatnaskógi. Auk þess munu Skógarmennirnir Ingi Gunnar Jóhannsson og Oddur Albertsson taka nokkur lög. Aðgangseyrir er 1.800 kr.

Karlakór KFUM