Í dag urðu þau leiðu mistök við stofnun valkrafna í heimabönkum þeirra sem fengu blað Skógarmanna KFUM, Lindina, að stofnuð var innheimtukrafa en ekki valkrafa vegna mistaka hjá bankanum. Beðist er afsökunar á þessum mistökum en þau hafa nú verið leiðrétt. Þessar valkröfur eru mikilvægur þáttur í fjáröflun við nýjan svefnskála í Vatnaskógi. Vonandi hafa sem flestir tækifæri til að hjálpa okkur og styðja við byggingu Birkiskála á þessu 90 ára afmælisári Skógarmanna KFUM. Þeir sem vilja styrkja bygginguna með auka framlagi geta lagt inná reikning 515-14-408162 kt 521182-0169 (Skógarmenn KFUM) .

Áfram að markinu!