Helgina 24.-26. maí verður feðginaflokkur í Vatnaskógi og er flokkurinn ætlaður feðrum og dætrum frá 6 ára aldri. Á dagskrá verða íþróttir, gönguferðir, kvöldvökur, fræðslustundir og margt fleira. Að fara í feðginaflokk er gott tækifæri fyrir feður að koma í Vatnaskóg og rifja upp gamlar minningar eða til að kynnast Vatnaskógi. Það er einnig tilvalið fyrir dæturnar að fara með pabba í Vatnaskóg og hafa það skemmtilegt með honum. Verð í feðginaflokk er 12. 500 krónur fyrir einstakling. Skráning fer fram hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða á www.skraning.kfum.is. ATH. ÁKVEÐIÐ ER AÐ HAFA RÚTFERÐ FRÁ HOLTAVEGI KL. 17:30 EF MENN VILJA NÝTA SÉR ÞAÐ vinsamlega látið vita í síma 588-8899.
DAGSKRÁ:
Föstudagur 24. maí
19:00 Kvöldmatur
20:00 Dagskrá
Gönguferð – Bátar – Íþróttahúsið opið
21:30 Kvöldvaka í Gamla Skála
Kvöldhressing
Laugardagur 25. maí
8:30 Vakið
9:00 Morgunverður
9:30 Fræðslustund í Gamla skála
10:15 Pabbaspjall
Fræðslustund fyrir feður – Dagskrá fyrir stúlkur í íþróttahúsi á sama tíma
12:00 Hádegisverður
13:00 Dagskrá
Frjálsar íþróttir á íþróttavelli – Bátar – Smiðjan opnar – Skógarferð
15:00 Kaffi
15:45 Dagskrá
Knattspyrna – Kassabílarall– Íþróttahúsið opið
18:45 Hátíðarkvöldverður – veislukvöld í Matskála
20:00 Kvöldvaka að hætti hússins
21:30 Helgistund í Lindarrjóðri
22:00 Kvöldhressing í Matskála
Sunnudagur 26. maí
9:00 Vakið
9:30 Morgunverður
10:00 Dagskrá
Íþróttahúsið – Bátar– Smiðjan opin
11:45 Skógarmannaguðsþjónusta
13:00 Hádegisverður
14:00 Brottför
Nauðsynlegur farangur:
Sæng eða svefnpoki, föt til skiptanna, íþróttaskór til notkunar í íþróttahúsi og annað sem þið teljið nauðsynlegt.
Einnig er gott að hafa sundföt með í för en heitu pottarnir heilla marga.
Verið hjartanlega velkomin feður og dætur!