Fyrsti flokkur sumarsins í Vatnaskógi hófst í gær þegar hressir strákar hófu dvöl í Gauraflokki. Fyrsti dagurinn gekk ljómandi vel. Bátarnir voru ansi vinsælir og þ.a.l. nokkrir sem náðu að bleyta sig aðeins þegar leikar stóðu sem hæst. En sem betur fer eru fínustu þurrk-herbergi í Vatnaskógi og fötin eru því orðin þurr og klár í það að blotna jafnvel aðeins aftur í dag.

Listasmiðjan var opin í gær og  verður aftur opin í dag, en hún var vinsæll viðkomustaður til að skapa og tjá sig. Dagurinn endaði, líkt og aðrir dagar í sumarbúðunum hérna í Vatnaskógi, á huggulegri kvöldvöku þar sem flestir voru orðnir aðeins lúnir eftir mikið fjör dagsins. Við vorum afar ánægð með fyrsta daginn og vonumst til að drengirnir njóti sín jafnvel í dag og þeir gerðu í gær.

Með kveðju,
Erlendur, Hildur og Elías