Kæru lesendur.  2. flokkur fer vel af stað.  Um 100 drengir samankomnir ásamt  öflugu starfsliði.  Það var hlýr vindur sem tók á móti drengjunum.  Því miður höfum við ekki getað opnað bátana vegna roks en bátaforingjar bjóða uppá siglingu enda rammir að afli.  Íþróttahúsið, kassabílarnir, fótboltinn, útileikir ofl. ofl. tekur alla athygli drengjanna.  Þeir eru góðir söngmenn og sungu vel í morgun og eins í gærkvöldi.  Þið lesið frá okkur síðar 🙂