IMG_7765

Miðvikudagurinn gekk vel og veður var gott. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá og meðal annars kassabílarally og bátsferð á gúmmíbátnum . Stífur vindur hefur komið í veg fyrir að drengirnir hafi sjálfir getað verið á bátum, en úr því rættist eftir kvöldmat. Hamborgaraveisla var um kvöldið og borðað var úti. Dagurinn endaði á vandaðri kvöldvöku að hætti Skógarmanna.

Fimmtudagurinn fer vel af stað og þó skógurinn sé blautur er veður bara milt og gott.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru í morgundagskránni í morgun, fimmtudag:

http://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157634473603575/