Fimmtudagurinn var mildur og góður þó einhverjar skúrir kæmu. Hægt var að vera á bátum allan daginn. Allur flokkurinn fór eftir hádegi í göngutúr niður að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd þar sem drengirnir fengu kynningu á Hallgrími Péturssyni, kirkjunni sjálfri og þeim listaverkum sem þar eru. Ferðin tókst vel og heim var komið var haldið upp á þjóðhátíðardag BNA með kleinuhringjum. Í sama anda var farið í svo kallað „wipeout“, eða þrautabraut þar sem drengirnir eiga að komast á sem skemmstum tíma í gegnum braut sem saman stendur af fjölmörgum hindrunum. Vakti þetta mikla ánægju og enduðu allir í heitu pottunum á eftir. Um kvöldið var vönduð kvöldvaka með tveimur leikritum, ég endurtek tveimur leikritum, þar sem foringjarnir bregða á leik. Ekki slæmt það 🙂
Með kveðju, Páll og Guðmundur Karl forstöðumenn.
Myndir frá fimmtudeginum:
http://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157634511274262/with/9221074417/